— Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
TÓMAS G. Gunnarsson fuglafræðingur flytur fyrirlestur annað kvöld um íslenska mófugla. Í fyrirlestrinum verður fjallað almennt um einkenni mófugla, líffræði þeirra og hættur sem steðja að íslenskum mófuglastofnum.

TÓMAS G. Gunnarsson fuglafræðingur flytur fyrirlestur annað kvöld um íslenska mófugla. Í fyrirlestrinum verður fjallað almennt um einkenni mófugla, líffræði þeirra og hættur sem steðja að íslenskum mófuglastofnum. Hraðar landslagsbreytingar af mannavöldum á síðustu árum benda til að íslenskum mófuglum gæti fækkað talsvert á næstu áratugum.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 í salnum Bratta í KHÍ við Stakkahlíð. Aðgangur er öllum opinn og er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en annars kostar 200 kr. inn.