FÆSTIR tengja Emil í Kattholti og Kalla á þakinu við eiturlyfjaneyslu eða kynlífsiðkun.

FÆSTIR tengja Emil í Kattholti og Kalla á þakinu við eiturlyfjaneyslu eða kynlífsiðkun. Það gera hinsvegar þáttastjórnendur gamanþáttarins Manshow á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 Zebra , en þátturinn er þekktur fyrir að vera fátt heilagt í umfjöllunarefnum sínum. Í nýlegum þætti Manshow voru sett á svið leikin atriði með persónum úr bókum Astridar Lindgren þar sem eiturlyfjaneysla, vændi, ofdrykkja og ýmiskonar kynlífsiðkun var í hávegum höfð.

Håvard Lilleheie, einn þáttastjórnenda og sá sem fer með hlutverk Emils í þættinum, segir að framtak þeirra sé fyrst og fremst hugsað sem virðingarvottur við Lindgren. Ingegerd Sahlström er hins vegar ekki á sama máli, en hún er formaður Astrid Lindgren-samtakanna.

"Þetta er gífurleg móðgun við minningu Astrid Lindgren og einmitt öfugt við allt það góða sem hún og sögupersónur hennar stóðu fyrir," sagði Sahlström.