ANNAR fyrirlesturinn um dauðasyndirnar sjö í fyrirlestraröð Borgarbókasafns Reykjavíkur verður í dag klukkan 17.15. Þá mun Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjalla um dramb.
ANNAR fyrirlesturinn um dauðasyndirnar sjö í fyrirlestraröð Borgarbókasafns Reykjavíkur verður í dag klukkan 17.15. Þá mun Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjalla um dramb. Fyrirlestraröðin er fengin að láni frá Akureyri en þar stóð Amtsbókasafnið að henni ásamt fleiri aðilum. Eins og gefur að skilja verða fyrirlestrarnir samtals sjö talsins en fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og lítur hver viðfangsefnið sínum augum. Dagskráin fer fram í aðalsafni Borgarbókasafns og er öllum opin.