ÓPERUSTÚDÍÓ Íslensku óperunnar frumsýnir óperurnar Gianni Schicchi og Systur Angelicu í kvöld klukkan 20, með þátttöku meira en 70 ungra söngvara og hljóðfæraleikara. Óperurnar eru hluti af þríleik Puccinis, Il Trittico .

ÓPERUSTÚDÍÓ Íslensku óperunnar frumsýnir óperurnar Gianni Schicchi og Systur Angelicu í kvöld klukkan 20, með þátttöku meira en 70 ungra söngvara og hljóðfæraleikara. Óperurnar eru hluti af þríleik Puccinis, Il Trittico .

Þetta er fjórða árið í röð sem Íslenska óperan stendur fyrir Óperustúdíói, en eitt af markmiðum þess er að veita söng- og hljóðfæraleiksnemendum raunhæfa reynslu í að taka þátt í óperuuppfærslu sem unnin er að öllu leyti eins og aðrar sýningar hússins. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, en hann lauk námi í hljómsveitarstjórnun frá Tónlistarháskólanum í Freiburg í febrúar en það er Ingólfur Níels Árnason sem leikstýrir.