Dýrt útspil.

Dýrt útspil.

Norður
K754
6432
ÁK532

Vestur Austur
G10 62
ÁG875 9
87 1094
D632 ÁK98754

Suður
ÁD983
KD10
DG6
G10

Suður spilar 6

Augljóslega má bana sex spöðum með stungu í hjarta, en Pólverjinn Adam Zmudzinski var ekki á skotskónum – kom út með lauf. Spilið er frá úrslitaleik Vanderbilt-keppninnar og Eric Greco hóf sagnir með einu grandi í suður. Makker hans, Jeff Hampson, spurði um háliti með tveimur laufum og Cezary Balicki í austur stakk inn þremur laufum. Greco meldaði þrjá spaða, Zmudzinski fjögur lauf og Hampson stökk í sex spaða.

Hjartaásinn virðist rökrétt útspil í ljósi sagna, því norður á nær örugglega eyðu í laufi og makker gæti vel verið með eitt hjarta. En líklega hefur hjartagosinn blindað Zmudzinski, enda oft hagstætt að vera með ÁG í lit á eftir grandopnun. Ekki þó í þetta sinn.