[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
LEIKARINN Sean Connery segist til í að taka að sér hlutverk föður James Bond en einungis ef hann fær vel borgað.

LEIKARINN Sean Connery segist til í að taka að sér hlutverk föður James Bond en einungis ef hann fær vel borgað.

Hann greindi frá þessu í viðtali við Britain's Daily Express þar sem hann sagði meðal annars: "Ef það væri gott hlutverk í boði myndi ég sannarlega velta því fyrir mér, en það myndi sko kosta þá skildinginn!"

Connery, sem er 76 ára, fór sem kunnugt er með hlutverk njósnara hennar hátignar á sínum tíma og er af mörgum talinn sá besti þeirra sem mannað hafa stöðuna.

Í umræddi viðtali viðurkenndi hann einnig að peningar hefðu skipað stóran sess í þeirri ákvörðun hans að afþakka hlutverk Bonds árið 1971.

"Fyrir utan léleg laun var ég ekki sáttur við allt þetta nýja tæknidót sem átti að vera í myndinni ( From Russia With Love ), eins og til dæmis eitraða skóinn. Ég sagði því að Diamonds Are Forever yrði mín síðasta."