ÞRJÁR systur voru í knattspyrnu-liði Þórs/KA þegar það mætti FH í B-deild deildarbikarkeppninnar í Boganum um helgina. Þær eru á myndinni ásamt þjálfurum liðsins.
ÞRJÁR systur voru í knattspyrnu-liði Þórs/KA þegar það mætti FH í B-deild deildarbikarkeppninnar í Boganum um helgina. Þær eru á myndinni ásamt þjálfurum liðsins. Akureyrarliðið vann góðan sigur í leiknum, 2:0, og mörkin gerðu Rakel Óla Sigmundsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir, ein systranna en hún er aðeins 14 ára og þetta var fyrsti leikur hennar í meistaraflokki. Jóna Íris Ásgrímsdóttir, sem er 20 ára, lék stutta stund í leiknum en hún er að byrja á ný eftir meiðsli og Eva Hafdís Ásgrímsdóttir, 16 ára, átti einnig að leika en tognaði í upphitun. Á myndinni eru, frá vinstri: Siguróli Kristjánsson, Jónína Íris, Arna Sif, Eva Hafdís og Dragan Stojanovic.