Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson
SÝNING um Jónas Hallgrímsson verður opnuð á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag.

SÝNING um Jónas Hallgrímsson verður opnuð á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag. Er sýningin gerð í tilefni 200 ára fæðingarafmælis hins merka skálds og náttúrufræðings en meðal sýningarmuna eru allmörg eiginhandarrit Jónasar að ljóðum hans og ritsmíðum á sviði náttúrufræði. Einnig getur að líta steinasýni sem Jónas safnaði á rannsóknarferðum sínum um Ísland, þar af fjögur sýni úr nágrenni Hrauns í Öxnadal sem voru sérstaklega fengin að láni frá Kaupmannahöfn.

Sýningin stendur fram í maí.