GREININGARDEILD Kaupþings spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs í apríl. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,3%. Verðbólgan var 5,9% í mars, 7,4% í febrúar og 6,9% í janúar.

GREININGARDEILD Kaupþings spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs í apríl. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,3%. Verðbólgan var 5,9% í mars, 7,4% í febrúar og 6,9% í janúar.

Hærra fasteignaverð ásamt verðhækkunum á fatnaði og eldsneyti leiðir hækkun vísitölu neysluverð nú að mati greiningardeildar Kaupþings. Segir deildin hins vegar að á móti komi lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða. Þetta kemur fram í Tilefni , sérriti deildarinnar.

Greiningardeildin gerir ráð fyrir að tólf mánaða verðbólga haldi áfram að lækka fram á sumar en hún hækki á ný undir lok ársins.