DR. GEIR Helgesen, fræðimaður og rannsakandi við Norrænu Asíustofnunina, flytur í dag fyrirlestur, Raunveruleikinn sækir Norður-Kóreu heim – úr paradís alþýðunnar til örbirgðar á jörðu niðri, og hefst hann kl. 12.
DR. GEIR Helgesen, fræðimaður og rannsakandi við Norrænu Asíustofnunina, flytur í dag fyrirlestur, Raunveruleikinn sækir Norður-Kóreu heim – úr paradís alþýðunnar til örbirgðar á jörðu niðri, og hefst hann kl. 12.00 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð. Helgesen ræðir um þróunina í Norður-Kóreu undir ríkjandi harðstjórn og fjallar um stöðuna í samningaviðræðum stórveldanna við stjórnvöld í Norður-Kóreu.