SÓL í Straumi fagnar því að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafi verið fengin til þess að meta ábata Hafnfirðinga af stækkun álversins í Straumsvík. Skýrslan er mikilvægt gagn í umræðuna sem nú er í gangi, segir í frétt frá samtökunum.

SÓL í Straumi fagnar því að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafi verið fengin til þess að meta ábata Hafnfirðinga af stækkun álversins í Straumsvík. Skýrslan er mikilvægt gagn í umræðuna sem nú er í gangi, segir í frétt frá samtökunum.

"Niðurstöður skýrslunnar eru skýrar. Ábati Hafnarfjarðarbæjar af stækkun álversins gæti orðið 170–230 milljónir á ári sem er um 1½–2% af heildartekjum bæjarins. Á móti þessum kostnaði kemur umhverfistjón sem skilgreint er í skýrslunni sem bæði sjón- og loftmengun sem og rask af völdum línumannvirkja. Hver og einn Hafnfirðingur verður að hugleiða hversu mikils virði hreint loft og fögur útivistarsvæði munu vera í framtíðinni og vega þennan ábata á móti þessu umhverfistjóni. Það er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna á framkvæmdatíma sem og áhrif stækkunarinnar á fasteignaverð í bænum er ekki lagt með á vogaskálarnar í þessum tölum.

Það kemur líka skýrt fram í skýrslunni að stækkun álvers mun engu breyta um þróun atvinnumarkaðar í Hafnarfirði "Ólíklegt er að stækkun álvers breyti nokkru um atvinnuleysi í Hafnarfirði þegar fram í sækir. Langtímaatvinnuleysi ræðst af grunnþáttum hagkerfisins eins og skattakerfi, atvinnuleysisbótum, lágmarkslaunum, styrk verkalýðsfélaga og fleira en einstök fyrirtæki breyta þar litlu." (skýrsla Hagfræðistofnunar s. 17)

Sól í Straumi fagnar því að nú sé búið að hrekja fullyrðingar Alcan og Hags Hafnarfjarðar um 800–1000 milljóna árlegar tekjur Hafnfirðinga af álversstækkuninni. Sannleikurinn er sagna bestur og því fögnum við þessu innleggi Hagfræðistofnunar," segir Sól í Straumi.