Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
Fróðlegar upplýsingar koma fram í grein Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í nýju tölublaði af tímaritinu Þjóðmálum, sem kom út fyrir nokkrum dögum.

Fróðlegar upplýsingar koma fram í grein Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í nýju tölublaði af tímaritinu Þjóðmálum, sem kom út fyrir nokkrum dögum.

Ráðherrann upplýsir, að samtöl á milli hans og Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins, hafi orðið upphafið að 12 ára stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Hann skýrir einnig frá því, að það hafi ráðið þeirri afstöðu sjálfstæðismanna að halda ekki áfram samstarfi við Alþýðuflokk (Morgunblaðið hvatti til áframhaldandi samstarfs) hvernig Jón Baldvin Hannibalsson hafi talað til Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni.

Hingað til hafa flestir talið, að ástæðan fyrir stefnubreytingu sjálfstæðismanna í þeim efnum hafi verið sú, að þeir hafi ekki talið Alþýðuflokkinn nægilega traustan samstarfsaðila vegna átaka innan hans og hversu lítill meirihluti flokkanna var á þingi.

Þá vekur það líka athygli hvað Björn Bjarnason telur Sjálfstæðisflokkinn hafa lagt mikla áherzlu á EES-samninginn í ljósi þess, að nokkrum árum áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn lagt megináherzlu á tvíhliða viðræður á milli Íslands og einstakra ESB-ríkja.

Svo er það spurning, hvort Jón Baldvin Hannibalsson fellst á þá söguskýringu dómsmálaráðherra að EES-samningurinn hafi komizt í gegnum þingið þrátt fyrir Jón Baldvin!