RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Englendingar muni ekki framleiða knattspyrnumenn í alþjóðlegum gæðaflokki nema þeir heimili bestu félögunum að tefla varaliðum sínum fram í neðri deildunum.

RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Englendingar muni ekki framleiða knattspyrnumenn í alþjóðlegum gæðaflokki nema þeir heimili bestu félögunum að tefla varaliðum sínum fram í neðri deildunum.

Benítez telur að Englendingar verði að taka upp samskonar kerfi og er við lýði á Spáni þar sem félög á borð við Real Madrid séu með varalið sín í atvinnumannadeild sem hjálpi ungum leikmönnum að þroskast og þróast og þannig er einnig háttað í Þýskalandi, Frakklandi og fleiri Evrópulöndum.

"Það er alveg á hreinu að varaliðsdeildin virkar ekki sem skyldi enda fá þessir ungu leikmenn ekki spila nema 18 leiki sem er ekkert og dugar ekki til að þróa og þroska þessa stráka. Á aldrinum 18 til 21 árs vita leikmenn ekki hvað þeir eiga að gera. Ef þeir eru nægilega góðir 18 ára gamlir eru þeir í aðalliðinu en á bekknum allan tímann. Þetta er eitthvað sem þarf að breyta. Ég hef verið hér í þrjú ár og hef rætt við marga um þetta og það sem ég sé er að leikmenn sem eru 17 ára gamlir geta ekki tekið neinum framförum," segir Bentítez og talar af reynslu en hann var þjálfari Castilla, varaliðs frá Real Madrid.

"Ég var með 18 og 19 ára stráka í liðinu sem léku í 2. deildinni gegn fullorðnum mönnum og þar öðluðust þeir gífurlega reynslu."