Ólafsvík | Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir málþingi í dag, miðvikudag, um málefni innflytjenda í fjórðungnum. Málþingið fer fram í Klifi í Ólafsvík, milli klukkan 10 og 14.

Ólafsvík | Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir málþingi í dag, miðvikudag, um málefni innflytjenda í fjórðungnum. Málþingið fer fram í Klifi í Ólafsvík, milli klukkan 10 og 14.

"Nýir Íslendingar – öflugur mannauður" er yfirskrift málþingsins. Leitast verður við að svara því hvernig sveitarfélög, atvinnurekendur og íbúar á Vesturlandi hafi tekið á móti innflytjendum. Fjölmargir fyrirlestrar verða haldnir um verkefni málþingsins.