[ Smellið til að sjá stærri mynd ]

Guðmundur Magnússon "Balli" fæddist 27. júlí 1923. Hann lést 13. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey.

Mig langar til að kveðja elskulega afa minn, hann Balla. Ég mun aldrei gleyma tímanum okkar saman í Búsó þegar ég var yngri. Það var svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman og þú sagðir mér alltaf sögur fyrir svefninn. Svo vaktirðu mig og sagðir: Andri minn, komdu nú að borða. Og vá, ætli þú hafir ekki eldað morgunverð fyrir fjóra, þótt við höfðum aðeins verið tveir saman og alltaf varstu nú góður kokkur, enda starfaðirðu nú líka sem slíkur á sjónum áður fyrr.

Samband okkar Balla afa hefur alltaf verið mjög mikið og mér þykir svo vænt um hvað þú hefur alltaf staðið vel við bakið á mér og því mun ég aldrei gleyma.

Hvíldu í friði, elsku Balli minn og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert kominn.

Þinn afastrákur,

Andri Már Gunnarsson.