HAFNARFJARÐARBÆR stendur fyrir þremur kynningarfundum í þessari viku vegna kosninga um deiliskipulag vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík, sem fram eiga að fara laugardaginn 31. mars næstkomandi. Fyrsti fundurinn var í Hafnarborg í gærkvöldi.

HAFNARFJARÐARBÆR stendur fyrir þremur kynningarfundum í þessari viku vegna kosninga um deiliskipulag vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík, sem fram eiga að fara laugardaginn 31. mars næstkomandi.

Fyrsti fundurinn var í Hafnarborg í gærkvöldi.

Í kvöld verður fundur um skipulag og framtíð byggðar í Bæjarbíói kl. 20. Ræður halda Lúðvík Geirsson, Bjarki Jóhannesson, Pétur Óskarsson, Ingi B. Rútsson, Elís Georgsson og Gunnar Guðlaugsson. Fundarstjóri verður Fjóla María Ágústsdóttir.

Annað kvöld, fimmtudag, verður fundur um efnahags og samfélag í Bæjarbíói kl. 20.

Ræður flytja Gunnar Ólafur Haraldsson, Sveinn Bragason, Ingi B. Rútsson, Sigurður Pétur Sigmundsson, Vilhjálmur Egilsson og Kristín Pétursdóttir. Fundarstjóri verður Hólmar Svansson.

Fundirnir eru öllum opnir.