HRAFNAÞING Náttúrufræðistofnunar verður haldið í dag, miðvikudaginn 21. mars, og hefst kl. 12.15 í Möguleikhúsinu við Hlemm.

HRAFNAÞING Náttúrufræðistofnunar verður haldið í dag, miðvikudaginn 21. mars, og hefst kl. 12.15 í Möguleikhúsinu við Hlemm.

Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur fjallar í erindi sínu, Birki, særok og loftslagsbreytingar, um stærð og vöxt íslenska birkisins eftir landshluta og veðurfari og ræðir um hugsanleg tengsl milli særoks og kjarrvaxtar birkisins.

Nánari umfjöllun um erindi Þorbergs Hjalta er á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar á slóðinni http://ni.is/midlun-og-thjonusta/hrafnathing/greinar//nr/552.