Stækkun Byggja á við Smáralind.
Stækkun Byggja á við Smáralind. — Morgunblaðið/ÞÖK
SMÁRALIND ehf. tapaði 654 milljónum króna á síðasta ári. Það er töluvert verri afkoma en árið 2005 en þá var tapið 101 milljón. Mest munar um að fjármagnsliðir voru neikvæðir um 1.165 milljónir í fyrra en um 446 milljónir árið áður.

SMÁRALIND ehf. tapaði 654 milljónum króna á síðasta ári. Það er töluvert verri afkoma en árið 2005 en þá var tapið 101 milljón. Mest munar um að fjármagnsliðir voru neikvæðir um 1.165 milljónir í fyrra en um 446 milljónir árið áður.

Í tilkynningu frá Smáralind kemur fram að fyrirhugað er að hefja byggingu 15 hæða skrifstofu- og verslunarhúss, svokallaðs Norðurturns, á norðvesturhorni lóðar Smáralindar, með 2ja hæða tengibyggingu sem opnast inn í verslunarmiðstöðina. Segir í tilkynningunni að tilkoma þessa turns muni hafa verulega jákvæð áhrif á rekstur verslana í Smáralind.

Gestum Smáralindar fjölgaði um 5% á milli áranna 2005 og 2006. Heildartekjur Smáralindar í fyrra námu 1.389 milljónum króna. Þar af voru leigutekjur 1.066 milljónir, sem er 8% hækkun milli ára.