— Morgunblaðið/Árni Sæberg
KR og Grindavík tryggðu sér í gærkvöld sæti í undanúrslitunum í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik. KR-ingar lögðu ÍR-inga, 91:78, í Vesturbænum og unnu einvígi liðanna, 2:1.

KR og Grindavík tryggðu sér í gærkvöld sæti í undanúrslitunum í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik. KR-ingar lögðu ÍR-inga, 91:78, í Vesturbænum og unnu einvígi liðanna, 2:1. Jeremiah Sola lék stórt hlutverk í liði KR og sækir hér að körfu ÍR-inga en þrír Breiðhyltingar reyna að stöðva hann.

Grindvíkingar gerðu góða ferð í Borgarnes þar sem þeir sigruðu Skallagrím, 97:81, og unnu einvígið, 2:1. Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, sagði við Morgunblaðið eftir leikinn að hann væri hættur með liðið.

Þar með er ljóst að í undanúrslitunum leikur KR við Snæfell og Íslandsmeistarar Njarðvíkur leika við Grindavík. | Íþróttir