Guðmundur J. Guðmundsson
Guðmundur J. Guðmundsson
Á FUNDI Samfylkingarfélagsins í Breiðholti í Reykjavík í vikunni var borin upp ályktunartillaga um að hvatt yrði til þess að gerð yrði stytta af Guðmundi J. Guðmundssyni verkalýðsforingja og henni komið fyrir á góðum stað í Breiðholti.

Á FUNDI Samfylkingarfélagsins í Breiðholti í Reykjavík í vikunni var borin upp ályktunartillaga um að hvatt yrði til þess að gerð yrði stytta af Guðmundi J. Guðmundssyni verkalýðsforingja og henni komið fyrir á góðum stað í Breiðholti.

"Guðmundur Jaki, eins og hann var oftast kallaður, var einn þeirra manna sem hafði mest áhrif á þær miklu umbætur í húsnæðismálum borgarbúa sem fólust í uppbyggingu Breiðholtsins á sínum tíma, hann var einn af fyrstu íbúum í hinu nýja hverfi og bjó þar lengi. Guðmundur var bæði þingmaður og borgarfulltrúi um tíma," segir í tilkynningunni, sem samþykkt var.

Sem fyrr segir var Guðmundur bæði alþingismaður og borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Alþýðubandalagið. Hann var í fremstu röð verkalýðsforingja á sínum tíma og var formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík um árabil.