ÓKEYPIS lögfræðiþjónusta fyrir innflytjendur á vegum Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Alþjóðahúsið fer af stað í dag, miðvikudaginn 21. mars.

ÓKEYPIS lögfræðiþjónusta fyrir innflytjendur á vegum Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Alþjóðahúsið fer af stað í dag, miðvikudaginn 21. mars. Þjónustan fer fram á efstu hæð Alþjóðahússins, Hverfisgötu 18, Reykjavík.

Að þjónustunni munu starfa 3.–5. árs laganemar við Háskólann í Reykjavík sem taka á móti þeim sem þurfa á lögfræðilegri ráðgjöf að halda. Áætlað er að þjónustan geti verið á hvaða réttarsviði sem er, t.a.m. ef óvissa er um skattamál, réttindi á atvinnumarkaði, réttindi íbúa í fjöleignarhúsi, hjúskapar- eða erfðamálefni

Símanúmer þjónustunnar er 5515800 og verður svarað í símann á milli 17 og 21 á miðvikudagskvöldum, auk þess sem einstaklingum gefst kostur á að mæta í Alþjóðahúsið á sama tíma.