FORSVARSMENN Barclays bankans í Bretlandi staðfestu í gær að þeir ættu í viðræðum um hugsanlegan samruna við hollenska bankann ABN Amro . Forsvarsmenn ABN Amro hafa ekki tjáð sig um málið. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef BBC -fréttastofunnar.

FORSVARSMENN Barclays bankans í Bretlandi staðfestu í gær að þeir ættu í viðræðum um hugsanlegan samruna við hollenska bankann ABN Amro . Forsvarsmenn ABN Amro hafa ekki tjáð sig um málið. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef BBC -fréttastofunnar.

Í fréttinni segir að Barclays og ABN Amro hafi fyrst rætt um hugsanlegan samruna fyrir um tveimur árum . Stórir bankar á Bretlandseyjum hafi lengi haft áhuga á samruna við keppinauta á meginlandinu.

Barclays er þriðji stærsti banki Bretlands en ABN Amro er stærsti banki Hollands. Ef til samruna kemur verður þar með til annar stærsti banki Evrópu.