Erfið stund Einn mannanna, sem fóru niður í námuna til að reyna að bjarga félögum sínum.
Erfið stund Einn mannanna, sem fóru niður í námuna til að reyna að bjarga félögum sínum.
UNNIÐ var að því í gær að ná upp líkum þeirra manna, sem fórust er sprenging varð í kolanámu í Síberíu í fyrradag. 93 menn fundust á lífi en fjöldi látinna var a.m.k. 107.

UNNIÐ var að því í gær að ná upp líkum þeirra manna, sem fórust er sprenging varð í kolanámu í Síberíu í fyrradag. 93 menn fundust á lífi en fjöldi látinna var a.m.k. 107.

Vonir um að finna fleiri á lífi voru ekki miklar enda olli metangassprengingin mikilli eyðileggingu. Eftir hana flæddi í námunni og loftræsting var lítil.

Sprengingin varð er allir helstu ráðamenn námafyrirtækisins voru niðri í námunni ásamt breskum eftirlitsmanni vegna fyrirhugaðrar skráningar fyrirtækisins á hlutafjármarkaði. Fórust þeir allir. Sagt er, að náman hafi verið með þeim best búnu í Rússlandi að því er öryggi varðar en á því er víða mikill misbrestur. Námaslys eru enda tíð en slysið í fyrradag er með þeim mestu.

Annað stórslys varð í Rússlandi er 62 manneskjur létu lífið er eldur kom upp á öldrunarheimili í bænum Kamyshevatskaja í Svartahafshéraðinu Krasnodar í gær.

Ekki var beðið um slökkvilið fyrr en 20 mínútum eftir að eldurinn varð laus og klukkutími leið áður en það kom á vettvang. Þá voru báðar hæðir hússins alelda. Við eftirlit í desember var bent á, að slökkvitæki og annan slíkan búnað vantaði á heimilinu en ekkert hafði verið gert í því. Þá var slökkviliðið illa búið, vantaði reykgrímur og fleira.