Á sýningarpallinum Hart er nú lagt að tískusýningabransanum í Bretlandi að nota ekki of grannar eða mjög ungar fyrirsætur.
Á sýningarpallinum Hart er nú lagt að tískusýningabransanum í Bretlandi að nota ekki of grannar eða mjög ungar fyrirsætur. — Morgunblaðið/ÞÖK
BRESKI tískuiðnaðurinn hefur nú tekið höndum saman um að leggja blátt bann við því að stúlkur undir sextán ára aldri starfi sem sýningarstúlkur á London Fashion Week í septembermánuði.

BRESKI tískuiðnaðurinn hefur nú tekið höndum saman um að leggja blátt bann við því að stúlkur undir sextán ára aldri starfi sem sýningarstúlkur á London Fashion Week í septembermánuði.

Það þyki með öllu óviðeigandi að ungar og óþroskaðar stúlkur komi fram sem fullorðnar þroskaðar konur auk þess sem hart er lagt að tískusýningabransanum að vera ekki að nota ofur grannvaxnar stúlkur í tískusýningastörfin.

Stofnað hefur verið til sérfræðingateymis, sem ætlað er m.a. að taka á heilsuþáttum sýningarstúlkna og eru hugmyndir uppi um að kanna fitustuðul verðandi sýningarstúlkna áður en þær eru ráðnar til sýningastarfa.

Talið er brýnt að vernda yngri stúlkur, sem starfa í tískuiðnaðinum, og jafnvel að stofna til stéttarfélags fyrir starfsgreinina, að því er segir í nýlegri frétt á netmiðli breska ríkisútvarpsins BBC .