London. AFP. | Tvær sextán ára stúlkur frá Bretlandi voru nýlega handteknar á alþjóðaflugvellinum í Afríkuríkinu Gana með mikið af kókaíni, að sögn breskra embættismanna í gær. Samkvæmt upplýsingum breskra tollvarða er söluandvirði efnisins metið á 610.

London. AFP. | Tvær sextán ára stúlkur frá Bretlandi voru nýlega handteknar á alþjóðaflugvellinum í Afríkuríkinu Gana með mikið af kókaíni, að sögn breskra embættismanna í gær. Samkvæmt upplýsingum breskra tollvarða er söluandvirði efnisins metið á 610.000 Bandaríkjadollara, nær 37 milljónir króna.

Stúlkurnar, sem báðar eru í framhaldsskóla, munu hafa verið á leið til London með vél British Airways. Þær eru taldar hafa verið "burðardýr" en ekki er álitið að þær hafi komið að skipulagningu glæpsins.

"Það sýnir ákaflega vel ófyrirleitnina hjá glæpagengjunum sem stunda eiturlyfjasmygl að þau skuli nota svo ungar stúlkur sem burðardýr," sagði Tony Walker, yfirmaður í bresku tollgæslunni. Walker stýrir sameiginlegri áætlun Breta og Ganverja um að berjast gegn eiturlyfjasmygli.