Stokkseyri | Bryggjan á Stokkseyri fær nýtt hlutverk um helgina. Hún mun verða lendingarpallur fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem kemur í kvöld í heimsókn á Bryggjuhátíð. Bryggjuhátíðin er nú haldin í fjórða skipti og stendur fram á sunnudag.

Stokkseyri | Bryggjan á Stokkseyri fær nýtt hlutverk um helgina. Hún mun verða lendingarpallur fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem kemur í kvöld í heimsókn á Bryggjuhátíð.

Bryggjuhátíðin er nú haldin í fjórða skipti og stendur fram á sunnudag. Hápunktur hátíðarinnar er í kvöld en þá verður varðeldur og bryggjusöngur undir stjórn Árna Johnsen, auk heimsóknar þyrlunnar.

Dagskrá er að finna á stokkseyri.is. Meðal atriða má nefna tónleika unglingahljómsveita á laugardag og dansleiki á kvöldin. Hagsmunafélag hesteigenda á Stokkseyri verður með dagskrá á sunnudag í tilefni 30 ára afmælis.