ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi hækkaði um 0,4% í gær í 8.759 stig og hefur aldrei áður verið hærri.

ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi hækkaði um 0,4% í gær í 8.759 stig og hefur aldrei áður verið hærri.

Gengi bréfa Century Aluminium, sem skráð er á First North-markaðinn, snarhækkaði eða um 9,8% í kjölfar þess að Morgan Stanley breytti vogun sinni á félaginu úr markaðs- í yfirvogun vegna breyttrar langtímaspár um álverð að því er fram kom í Vegvísi Landsbanka.

Af úrvalsvísitölufyrirtækjunum hækkaði gengi bréfa Actavis mest eða um 1,16% og bréf Teymis hækkuðu um 1,1%. Gengi bréfa Føroya Banka lækkaði mest eða um 2,1%.

Krónan styrktist um tæp 0,4% í gær og kostar evran nú 82,85 krónur, dalurinn 60,12 og sterlingspundið 122 krónur.