Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.

Eftir Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

TALSMENN sjávarútvegsmála í Grundarfirði eru vægast sagt mjög ósáttir við nýlega umfjöllun Morgunblaðsins um kvótasvindl, vísa ásökunum á bug, fara fram á að blaðið rannsaki málið til hlítar og biðjist afsökunar á skrifunum.

Sigurður Ólafur Þorvarðarson skipstjóri segir að ekki sé hægt að svindla eins og fram hafi komið í Morgunblaðinu. Hafsteinn Garðarsson hafnarvörður tekur í sama streng og bendir á að bílar séu aldrei vigtaðir með tóm fiskikör.

Ekki hægt að svindla

Þórarinn Kristjánsson, fjármálastjóri hjá Guðmundi Runólfssyni hf., segir að ekki sé hægt að svindla eins og um hafi verið rætt og vísar m.a. til mikils eftirlitskerfis og ekki síst þess hvað margir þyrftu að eiga hlut að máli, væri rétt með farið. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri og hafnarstjóri, segir mjög ómaklega vegið að stórum hópi fólks og vísar til þess að sé um svindl að ræða þurfi öll keðjan að vera með og hann meðtalinn. | Miðopna