Vetnisvæðing Markmið Íslenskrar NýOrku er að fjölga vetnisbílum á Íslandi í minnst 30 fyrir árið 2010 en líklegt er að þeir verða jafnvel fleiri.
Vetnisvæðing Markmið Íslenskrar NýOrku er að fjölga vetnisbílum á Íslandi í minnst 30 fyrir árið 2010 en líklegt er að þeir verða jafnvel fleiri. — Morgunblaðið/G.Rúnar
Fyrsti fólksbíllinn sem fer í almenna umferð á Íslandi og knúinn er með vetnisrafala var afhentur Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur í fyrradag. Er bíllinn af tegundinni Mercedes Benz A-Class og er leigður af bílaframleiðandanum DaimlerChrysler.

Fyrsti fólksbíllinn sem fer í almenna umferð á Íslandi og knúinn er með vetnisrafala var afhentur Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur í fyrradag. Er bíllinn af tegundinni Mercedes Benz A-Class og er leigður af bílaframleiðandanum DaimlerChrysler. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tóku við bílnum við hátíðlega athöfn fyrir framan Perluna. Um er að ræða fyrsta skrefið í svokölluðu SMART-H2-verkefni Íslenskrar NýOrku

og VistOrku, en í því verkefni verður vetnisbílum fjölgað jafnt og þétt á næstu þremur árum. Fram til 1. ágúst verða starfsmenn í þjálfun og rekstri og viðhaldi vetnisbílsins en síðan fer hann í almennan rekstur sem þjónustubíll.

Nýi vetnisbíllinn tekur vetni á vetnistöðinni á Grjóthálsi þar sem það er unnið úr vatni með rafmagni.Viðbragðstíminn úr núlli í hundrað km/klst er 14 sekúndur og hægt er að aka honum á allt að 140km/klst.