Sumarlegur Blæjubílar njóta mikla kvenhylli í Bretlandi.
Sumarlegur Blæjubílar njóta mikla kvenhylli í Bretlandi. — Morgunblaðið/Golli
Ágúst Ásgeirsson NÝ RANNSÓKN leiðir í ljós, að breskar konur hrífast mjög af blæjubílum. Um milljón konur þar í landi eiga blæjubíl og algengasta tegundin er Peugeot 206.
Ágúst Ásgeirsson

NÝ RANNSÓKN leiðir í ljós, að breskar konur hrífast mjög af blæjubílum. Um milljón konur þar í landi eiga blæjubíl og algengasta tegundin er Peugeot 206. Hlutfallslega flestir eru bílarnir í þéttbýli í suðausturhluta Englands en fæstir í Skotlandi.

Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir breskt tryggingafélag, Diamond, er sérhæfir sig í að tryggja konur, eiga þrefalt fleiri konur nú blæjubíla í Bretlandi en fyrir áratug, eða rúm milljón.

Í lok síðustu aldar og frameftir þessari var Mazda MX-5 langvinsælasti blæjubíllinn meðal breskra kvenna. Árið 2005 leysti Peugeot 206cc hann hins vegar af og hefur haldið fyrsta sæti síðan. Talsmaður Diamond segir að franski bíllinn hafi eiginlega hleypt blæjubílaæðinu af stað þar sem hann var mun ódýrari og mun fleiri höfðu því efni á honum.

Fleiri framleiðendur hafa brugðist við æðinu og bjóða upp á blæjubíla. Keppa þeir um hylli kvenna með því að spyrja hvaða blæjuþak opnist og lokist hraðast. Þar stendur nýi MX-5 Roadster-bíllinn vel að vígi, þak hans leggst saman á 12 sekúndum en það tekur 20 sekúndur á 206cc-bílnum. Og það tekur enn meiri tíma á arftaka hans, Peugeot 207cc, eða 25 sekúndur.