Allt í hvítu Stuttur hvítur kjóll með pífupilsi og efniviðurinn – smokkar.
Allt í hvítu Stuttur hvítur kjóll með pífupilsi og efniviðurinn – smokkar. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fjölmargar tískusýningar eru haldnar víða um heim og þó það sé nú oftast fatnaðurinn sem ætlað er að vera miðpunktur athyglinnar er tískusýningum vissulega stundum einnig ætlað að vekja athygli á annars konar málefnum. Þannig var t.d.

Fjölmargar tískusýningar eru haldnar víða um heim og þó það sé nú oftast fatnaðurinn sem ætlað er að vera miðpunktur athyglinnar er tískusýningum vissulega stundum einnig ætlað að vekja athygli á annars konar málefnum.

Þannig var t.d. með flíkurnar á myndunum hér til hliðar sem sýndar voru á tískusýningu sem haldin var á frjósemisráðstefnu er efnt var til í Peking, höfuðborg Kína, nú vikunni.

Því þótt þessir kjólar kunni að virðast hefðbundnir við fyrstu sýn þá er ekki hægt að segja annað en að efniviðurinn sé harla óvenjulegur. Kjólarnir eru nefnilega svo gott sem eingöngu búnir til úr smokkum. Og gúmmíverjan virðist bara koma nokkuð vel út í þessu nýja hlutverki, þótt ekki hafi borist neinar fregnir af þægilegheitum þessa frumlega klæðnaðar.