Bresk stjórnvöld hafa slegist í lið með fjölda stofnana og samtaka og mæla með því að skrikvörn verði staðalbúnaður allra bíla.

Bresk stjórnvöld hafa slegist í lið með fjölda stofnana og samtaka og mæla með því að skrikvörn verði staðalbúnaður allra bíla.

Í rannsókn á vegum stjórnarinnar kom í ljós, að bílar búnir skrikvörn koma 25% sjaldnar við sögu banaslysa en bílar sem ekki voru búnir þessum öryggisbúnaði.

Dregin er sú ályktun af rannsókninni, að 380 mannslíf hefðu bjargast á ári væru allir bílar á götum Bretlandi búnir skrikvörn. Með sama móti hefðu alvarlega slösuðum fækkað um 1.100 og lítt meiddum um 6.300.

Í ljósi niðurstöðu skýrslu um rannsóknina hefur Stephen Ladyman, sem fer með samgönguöryggismál í bresku stjórninni, beinlínis hvatt kaupendur nýrra bíla að velja sér aðeins bíl með skrikvörn.

"Ég hvet einnig bílaframleiðendur til að setja þennan mikilvæga öryggisbúnað í alla bíla – hann er ekki dýr og getur gert vegina miklu öruggari en nú er," sagði Ladyman.

Fyrir röskum mánuði hratt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins úr vör herferð þar sem hvatt er til þess að skrikvörn verði staðalbúnaður í öllum bílum.