Fjör Leigubílar og önnur farartæki koma við sögu í Taxi 4.
Fjör Leigubílar og önnur farartæki koma við sögu í Taxi 4.
FRAMHALDSMYNDIR eru jafn órjúfanlegur hluti kvikmyndamenningarinnar og popp og kók. Vel heppnuð eða vinsæl mynd kallar á framhald og svo jafnvel meira framhald ef vel gengur.

FRAMHALDSMYNDIR eru jafn órjúfanlegur hluti kvikmyndamenningarinnar og popp og kók.

Vel heppnuð eða vinsæl mynd kallar á framhald og svo jafnvel meira framhald ef vel gengur.

Sitt sýnist hverjum um þessa þróun mála en það er engu að síður staðreynd að framhaldsmyndir skjóta fyrirrennurum sínum oftar en ekki ref fyrir rass hvað gæði varðar, þótt það sé alls ekki reglan.

Hvort gamanmyndin Taxi 4 reynist betri en fyrirrennararnir kemur í ljós í kvikmyndahúsum hér á landi í dag þegar myndin verður frumsýnd í Háskólabíói og Regnboganum.

Taxi 4 er fjórða myndin um félagana leigubílstjórann Daniel og lögreglumanninn Émilien. Að þessu sinni tekst Émilien að koma sér í klandur með því að láta hættulegan glæpamann, sem honum var falið að fylgjast með, sleppa. Hefst þá eltingaleikur þar sem Émilien fær hjálp hjá leigubílstjóranum Daniel við að bruna um götur bæjarins.

Leikstjóri myndarinnar er Gérard Krawczyk en handritshöfundinn þekkja trúlega fleiri. Hann nefnist Luc Besson og á einnig heiðurinn af handritum fyrri Taxa-myndanna þriggja.