Falleg slemma.

Falleg slemma.

Norður
K8
G76
D10984
Á65
Vestur Austur
D6 743
D53 982
ÁKG63 752
973 G842
Suður
ÁG10952
ÁK104
KD10

Suður spilar 6

Enginn á hættu og vestur gefur. Hann vekur á tígli – pass og pass að suðri. Hvað á suður að segja? Mörgum er illa við að dobla með slík sóknarspil og eyðu, því makker er vís til að sitja sem fastast. Eigi að síður dobluðu nokkrir keppendur á EM í tvímenningi og þar lauk sögnum oftast: fjórir niður og 800 í NS. Nokkuð gott, en Bretarnir Sandqvist og Malinowski gerðu betur. Sandqvist sagði óvænt eitt grand við doblinu. Suður krafði þá með tveimur tíglum, Sandqvist stökk í þrjú grönd, sem Malinowski breytti í fjóra spaða. Nú fann Sandqvist framhald, sagði fimm lauf, og það dugði Malinowski til að segja slemmuna. Úrvinnslan var einföld; spaðadrottning er sönnuð í vestur og sagnhafi gaf aðeins slag á hjarta: 980 og 92% skor.