Til fortíðar Þau Curver og Kiki-Ow verða við öllu búin í Sjallanum.
Til fortíðar Þau Curver og Kiki-Ow verða við öllu búin í Sjallanum.
UNDANFARIN misseri hefur hópur landsmanna verið iðinn við að hrista skankana á skemmtistöðum borgarinnar við tónlist sem var í algleymingi á tíunda áratugnum.

UNDANFARIN misseri hefur hópur landsmanna verið iðinn við að hrista skankana á skemmtistöðum borgarinnar við tónlist sem var í algleymingi á tíunda áratugnum.

Þau Curver og Kiki-Ow eiga ekki síst heiður skilinn fyrir að minna landsmenn á ágæti laga á borð við "No Limits" þeirra 2 Unlimited, "Everybody Dance Now" með C+C Music Factory og "Out of Space" þeirra Íslandsvina í Prodigy.

Næstkomandi laugardag ætla þau Curver og Kiki-Ow að heiðra Norðlendinga með nærveru sinni og spila í Sjallanum.

Að eigin sögn mæta þau til leiks með fangið fullt af sjálflýsandi plasthylkjum og 90's-tónlist.

Forsala aðgöngumiða fer fram á Café Amor og í Pennanum. Miðaverð er 1.000 krónur.

myspace.com/nolimits90s