Olíuskip Landfestar leystar í S-Kóreu.
Olíuskip Landfestar leystar í S-Kóreu.
SKIP með rúmlega 6.000 tonn af olíu lagði í gær af stað frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu en eitt af því sem norðanmenn fá í staðinn fyrir að loka kjarnorkuveri sínu í Yongbyon er milljón tonn af olíu.

SKIP með rúmlega 6.000 tonn af olíu lagði í gær af stað frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu en eitt af því sem norðanmenn fá í staðinn fyrir að loka kjarnorkuveri sínu í Yongbyon er milljón tonn af olíu. Fulltrúar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, IAEA, munu á laugardag koma til N-Kóreu og byrja eftirlit sitt með lokuninni. Yfirmaður IAEA, Mohammed ElBaradei, varaði menn hins vegar við bjartsýni og sagði að framkvæmdin tæki langan tíma. N-Kórea rak fulltrúa IAEA frá landinu 2002 og ræsti þá á ný tilraunaverið. Plúton úr því er talið hafa verið notað til að smíða kjarnorkusprengjur.