Sumar Hinir gamalkunnu Vinir vors og blóma eiga lag á plötunni.
Sumar Hinir gamalkunnu Vinir vors og blóma eiga lag á plötunni.
Á DÖGUNUM kom út safndiskurinn Gleðilegt sumar sem inniheldur 17 lög sem eru að stærstum hluta ný frumsamin lög eða nýjar upptökur.

Á DÖGUNUM kom út safndiskurinn Gleðilegt sumar sem inniheldur 17 lög sem eru að stærstum hluta ný frumsamin lög eða nýjar upptökur. Meðal flytjenda á plötunni má nefna Pál Óskar með "Allt fyrir ástina", Silvíu Nótt, Todmobile, LÍZU, Ingó Idol, Hreim Örn Heimisson, Vini vors og blóma, Frummenn, Sigrúnu Völu, rokksveitina Mána, kántrísveitina Klaufa, Oxford, Tomma rótara, Jóhönnu Wiklund og Raflost.

Af þessari upptalningu má sjá að um skemmtilega blöndu af listamönnum er að ræða, allt frá stórkanónum í íslenskri tónlist til ungra efnilegra listamanna, segir m.a. í fréttatilkynningu frá útgefendum.

Hagnaður af útgáfunni rennur óskertur til góðgerðarmála.