Gleðistund Frá afhendingu gjafarinnar, konur úr Lionsklúbbnum Engey ásamt Baldri F. Sigfússyni, yfirlækni röntgendeildar Krabbameinsfélagsins, og Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra félagsins.
Gleðistund Frá afhendingu gjafarinnar, konur úr Lionsklúbbnum Engey ásamt Baldri F. Sigfússyni, yfirlækni röntgendeildar Krabbameinsfélagsins, og Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra félagsins.
KONUR úr Lionsklúbbnum Engey í Reykjavík hafa afhent Krabbameinsfélaginu 1,2 milljónir króna til kaupa á brjóstaómsjá til notkunar við leit að brjóstakrabbameini í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð í Reykjavík.

KONUR úr Lionsklúbbnum Engey í Reykjavík hafa afhent Krabbameinsfélaginu 1,2 milljónir króna til kaupa á brjóstaómsjá til notkunar við leit að brjóstakrabbameini í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð í Reykjavík.

Konurnar söfnuðu þessu fé með tónleikum í Salnum í Kópavogi í marsmánuði undir yfirskriftinni "Gleðistund í góðum tilgangi". Allir listamennirnir gáfu vinnu sína. Lionsklúbburinn Engey hefur áður styrkt Krabbameinsfélagið, meðal annars við sölu á pennum og merkjum.

Nú er verið að undirbúa það að farið verði að taka stafrænar röntgenmyndir við leit að brjóstakrabbameini á vegum Krabbameinsfélagsins. Í því sambandi er mikilvægt að fá nýja brjóstaómsjá og kemur þessi stuðningur því að góðum notum. Krabbameinsfélagið kann konum í Lionsklúbbnum Engey og öllum sem studdu þær miklar þakkir fyrir framtak þeirra og liðveislu við að bæta greiningu brjóstakrabbameins, segir í fréttatilkynningu.