KVENNASVEITIN Heimilistónar hefur sent frá sér plötuna Herra ég get tjúttað . Auk geisladisksins fylgir útgáfunni DVD-diskur með heimildarmyndinni Heimilistónar í Ameríku .

KVENNASVEITIN Heimilistónar hefur sent frá sér plötuna Herra ég get tjúttað . Auk geisladisksins fylgir útgáfunni DVD-diskur með heimildarmyndinni Heimilistónar í Ameríku . Myndin segir frá ferð hljómsveitarinnar til Bandaríkjanna, tónleikahaldi hennar og ýmsum ævintýrum þar í landi.

Tónlist Heimilistóna er létt popp frá sjöunda áratugnum sem hefur verið snarað yfir á íslensku. Textarnir eru oft þýddir beint yfir á íslensku og eru afskaplega skemmtilega samsettir. Beinu þýðingarnar gera þá oft skemmtilegri en ella, þeir verða fyndnari og hrárri fyrir vikið.

Myndin er skemmtileg viðbót enda flestar liðskonur Heimilistóna vandaðar leikkonur. Ekki fer mikið fyrir raunsæi en til þess var leikurinn ekki gerður. Herra ég get tjúttað var nú líklega ekki tekin upp í þeim tilgangi að breyta tónlistarsögunni en engu að síður er hún mjög skemmtileg. Mér þótt best að hlusta á hana við heimilisstörfin og legg til að aðdáendur sveitarinnar geri slíkt hið sama. Tónlist á borð við þessa á að gleðja – og ná dömurnar í Heimilstónum svo sannarlega að koma því verki til skila.

Helga Þórey Jónsdóttir