Harmur Frá einni útförinni í gær.
Harmur Frá einni útförinni í gær.
PAKISTANSKI herinn segir að konur og börn hafi ef til vill verið meðal þeirra sem féllu í umsátrinu um Rauðu moskuna í höfuðborginni Islamabad. Vitað sé með vissu að 86 manns hafi fallið í átökunum, þar af 11 hermenn.

PAKISTANSKI herinn segir að konur og börn hafi ef til vill verið meðal þeirra sem féllu í umsátrinu um Rauðu moskuna í höfuðborginni Islamabad. Vitað sé með vissu að 86 manns hafi fallið í átökunum, þar af 11 hermenn. Sjónvarpsstöðvar hafa sýnt myndir af geysilegu magni vopna og alls kyns búnaðar sem uppreisnarmenn höfðu í fórum sínum. Einnig voru þar sprengjubelti sem sjálfsvígsmenn íslamista nota.

Útför nokkurra uppreisnarmanna fór fram í gær, þ.ám. næst-æðsta klerksins, Abdul Rashid Ghazi. Átta manns féllu í tilræðum í landinu í gær, talið er að þau hafi verið hefnd vegna töku moskunnar.