SHATTERED GLASS <strong>(Stöð 2 kl. 21.15)</strong> Glass (Christensen), var í miklu áliti sem blaðamaður við hið virta tímarit The New Republic, uns lesendur komust að því að ekki var allt sem skyldi. Leikstjóranum og handritshöfundinum Ray, tekst með ólíkindum vel að endurskapa lygaspuna mannsins og hrunadans og gerir eina bestu mynd um blaðamennsku, frá dögum All the President's Men. ****
SHATTERED GLASS (Stöð 2 kl. 21.15) Glass (Christensen), var í miklu áliti sem blaðamaður við hið virta tímarit The New Republic, uns lesendur komust að því að ekki var allt sem skyldi. Leikstjóranum og handritshöfundinum Ray, tekst með ólíkindum vel að endurskapa lygaspuna mannsins og hrunadans og gerir eina bestu mynd um blaðamennsku, frá dögum All the President's Men. ****
LITTLE SECRETS (Sjónvarpið kl. 20.05) Þó hún sé á köflum fullvemmileg, er á ferðinni óvenjuvönduð og uppbyggjandi mynd með hollum boðskap um að það leysi engan vanda að eiga sér leyndarmál – best sé að vera hreinn og beinn.

LITTLE SECRETS

(Sjónvarpið kl. 20.05)

Þó hún sé á köflum fullvemmileg, er á ferðinni óvenjuvönduð og uppbyggjandi mynd með hollum boðskap um að það leysi engan vanda að eiga sér leyndarmál – best sé að vera hreinn og beinn. ***

NED KELLY

(Sjónvarpið kl. 21.40)

Líkt og Skotar gerðu mynd um Wallace og Írar um Collins er komin röðin að Áströlunum. Ned Kelly er heillandi lítil mynd með stórum leikurum og leikstjórinn þorir að segja sannleikann. ***

THE PLEDGE

(Sjónvarpið kl. 23.30)

Nicholson (sem aðrir leikarar), í toppformi sem lögga plöguð þráhyggju. Áhorfandinn finnur að undir niðri er kengur í hegðun þessa góða manns sem loks virðist búinn að finna tilgang og hamingju í döpru lífi. Hættir heilsu og fjölskyldu til að standa við skuldbindinguna, kjarna málsins. Penn firrir okkur hamingjusamlegum endi, hrindir áhorfendum þess í stað út á eyðimörk geðveiki og rústaðra persóna. ****

INDECENT PROPOSAL

(Stöð 2 bíó kl. 20.00)

Tilboðið er lagt fram af milljarðamæring til handa hjónakornum á nástrái í Vegas. Ein nótt með frúnni og fjárhagurinn mun vænkast. Sögufræg afþreying sem tekur sig full alvarlega en stjörnuskin. ***

RING O

(Stöð 2 bíó kl. 22.00)

Japanir eru flinkir hrollvekjusmiðir, Tsuruta er einn sá fremsti og sjónvarpsdraugurinn hans illskeyttur skratti sem við þekkjum úr vinsælum, bandarískum eftiröpunum. ****

Sæbjörn Valdimarsson

Höf.: Sæbjörn Valdimarsson