— Morgunblaðið/Björn Björnsson
Sauðárkrókur | Landsbanki Íslands mun styðja Knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls næstu þrjú árin, samkvæmt samningi sem gerður hefur verið.

Sauðárkrókur | Landsbanki Íslands mun styðja Knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls næstu þrjú árin, samkvæmt samningi sem gerður hefur verið. Ásta Pálmadóttir, útibússtjóri Landsbankans, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður deildarinnar, undirrituðu samninginn að viðstöddum nokkrum af yngri leikmönnum félagsins.

Ásta sagði að með þessu væri bankinn að auka stuðning sinn við knattspyrnuna á landsbyggðinni. Vanda sagði að stuðningurinn gerði félaginu kleift að sinna enn betur yngri flokkunum og ekki síður stelpunum sem stunduðu knattspyrnu, en allir flokkar nytu mjög þessa samnings. Þá mun bankinn standa að Landsbankamótinu á Sauðárkróki en það er fyrir alla yngri flokka kvenna og er haldið í júní.