VELTA í dagvöruverslun jókst um 10,9% í júní miðað við sama tíma í fyrra, á breytilegu verðlagi. Hækkunin nam 16,6% á föstu verðlagi og að teknu tilliti til árstíðaleiðréttinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar .

VELTA í dagvöruverslun jókst um 10,9% í júní miðað við sama tíma í fyrra, á breytilegu verðlagi. Hækkunin nam 16,6% á föstu verðlagi og að teknu tilliti til árstíðaleiðréttinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar .

Veltuaukningin er ekki rakin til hærra verðlags þar sem verðlag matvöru er sagt hafa lækkað á sama tíma um 2%, samkvæmt dagvöruhluta neysluverðsvísitölu Hagstofu Íslands . Velta dagvöruverslunar jókst um 0,8% á milli maí og júní en verð dagvöru lækkaði um 0,3% á sama tímabili, samkvæmt tilkynningunni.