<h4>Fjölbreytt mannlíf</h4>AUSTURVÖLLUR er mekka bæjarlífsins á eftirmiðdögum. Reykvíkingar hópast á völlinn til að hvíla sig eftir daginn, fá sér drykk og spjalla. Þessar tvær ferðastúlkur gáfust upp á kortalestri og bættust í hópinn.

Fjölbreytt mannlíf

AUSTURVÖLLUR er mekka bæjarlífsins á eftirmiðdögum. Reykvíkingar hópast á völlinn til að hvíla sig eftir daginn, fá sér drykk og spjalla. Þessar tvær ferðastúlkur gáfust upp á kortalestri og bættust í hópinn. — Morgunblaðið/G. Rúnar
Skömm fréttamanns Stöðvar 2 ALDREI áður hef ég fundið hjá mér þörf til þess að skrifa í blöð og lýsa vanþóknun á mannanna verkum, en eftir Ísland í dag á Stöð 2 hinn 10. júlí get ég ekki orða bundist.

Skömm fréttamanns Stöðvar 2

ALDREI áður hef ég fundið hjá mér þörf til þess að skrifa í blöð og lýsa vanþóknun á mannanna verkum, en eftir Ísland í dag á Stöð 2 hinn 10. júlí get ég ekki orða bundist.

Mikil er skömm Sölva Tryggvasonar, fréttamanns Stöðvar 2, þar sem honum tókst að græta litla rússneska stúlku og móður hennar. Ástæðan var starf móðurinnar, en hún vinnur fyrir sér sem erótískur dansari (sem Sölva virðist finnast annars flokks starf) til þess að kosta píanónám dóttur sinnar. Var nú ástæða til þess að koma svona niðurlægjandi fram við stúlkuna? Er e.t.v. næst von á að Sölvi hafi uppi á börnum íslenskra glæpamanna og/eða eiturlyfjafíkla og spyrji þau út í gerðir foreldranna?

Rétt fyndist mér að umræddur fréttamaður bæðist afsökunar á framkomu sinni og best væri að hann hefði með sér rússneskan túlk svo afsökunin komist nú örugglega til skila.

Sigrún Aðalsteinsdóttir.

Til íslenskra bænda

RJÓMINN ykkar er lapþunnur. Getið þið ekki reynt að hafa á boðstólum "tvöfaldan rjóma" svokallaðan (double cream)? Þetta lekur út af tertunum hjá manni, maður eyðileggur erlendar uppskriftir, t.d. frá Nigellu Lawson, af því að rjóminn ykkar stenst ekki gæðakröfur. Það er ekki nóg að hann sé góður á bragðið, það verður að vera hægt að kaupa þykkan rjóma.

Til þess að geta státað af vörum ykkar þurfið þið að hafa þær góðar og samkeppnishæfar.

Ágústa Aðalheiður.

Njálsgötumálið

ÉG, undirrituð, lýsi vanþóknun minni á mótmælum margra íbúa við Njálsgötu vegna fyrirhugaðs heimilis á Njálsgötu 74. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hætta stafi af þessum vesalings mönnum sem þarna koma til með að búa þó svo að leikskóli sé nálægur. Af hverju á að fækka mönnunum úr tíu í átta?

Ekki er hægt að segja að náungakærleikur ríki hjá íbúunum við Njálsgötu eða kristilegur hugsunarháttur.

Virðingarfyllst,

Þuríður J. Árnadóttir,

Háaleitisbraut 105.

Gleraugu fundust

GYLLT gleraugu fundust í undirgöngunum undir Suðurhóla í síðustu viku. Upplýsingar í síma 822-0899.

Hjól í óskilum

NÝLEGT krakkareiðhjól fannst í Hólahverfi í Breiðholti fyrir þremur vikum. Upplýsingar í síma 557-4166 og 899-2760.

Kettlingar fást gefins

FJÓRIR gullfallegir kettlingar fást gefins í Grindavík. Þeir fæddust 2. júní og eru svartir og hvítir að lit. Nánari upplýsingar í síma 867-2091.