Perlan.
Perlan.
Í DAG munu aðstandendur Sögusafnsins í Perlunni taka á móti gjöf frá nemendum og kennurum Minersville Area High School.

Í DAG munu aðstandendur Sögusafnsins í Perlunni taka á móti gjöf frá nemendum og kennurum Minersville Area High School. Um er að ræða nákvæma eftirlíkingu af sleða sem fannst og var grafinn upp í Gauksstaðaskipinu í Noregi árið 1880 en talið er að skipið sé frá 895. Sleðann hafa nemendur og kennarar skólans smíðað undir leiðsögn Arne Emil Christensen frá Viking Ship Museum í Ósló og Ned Eisenhuth, kennara í Pennsylvaniu.

Móttakan verður í Perlunni í dag, milli kl. 17 og 19.