Fiðrildi Sumarhóparnir hafa sett skemmtilegan svip á borgarlífið í sumar og ljúka starfseminni í dag.
Fiðrildi Sumarhóparnir hafa sett skemmtilegan svip á borgarlífið í sumar og ljúka starfseminni í dag. — Morgunblaðið/Eggert
Í DAG fer fram síðasta Föstudagsfiðrildið á vegum Skapandi sumarhópa Hins hússins.

Í DAG fer fram síðasta Föstudagsfiðrildið á vegum Skapandi sumarhópa Hins hússins. Það sem af er sumrinu hafa hóparnir skemmt gestum og gangandi um borgina við mjög góðar undirtektir og í dag er hægt að sjá hópana á eftirfarandi stöðum:

Lækjartorg Xavier & McDaniel kíkja á Lækjartorg og sýna listir sínar frá 12-14.

Útitaflið v/Lækjargötu Hljóðmyndaklúbburinn Slefberi opnar ljósmyndasýningu og heldur tónleika kl. 12 og 13. Þema vikunnar er súrrealismi.

Kjarvalsstaðir Para-Dís spilar franska klassíska tónlist kl. 12.15.

Ingólfstorg Samyrkjar og Tepoki stilla saman strengi sína á Ingólfstorgi fyrir konung og fósturjörð. Sýnd verða brot úr sýningu sem hóparnir tveir hafa unnið saman og frumsýnd verður í Tjarnarbíói í lok júlí.

Á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis Vinir Láru spila lög við texta Þórbergs Þórðarsonar. Gestasöngvari í þetta sinn er ljósmyndarinn Salomon.

Á ferð og flugi Götuleikhúsið myndar faðmlagaflóð á Laugaveginum . Ástin blómstrar í miðbænum.

Laugatorg – Laugavegur – Miðbær Hnoð fer á flakk með "Sveigjanlega herramenn".

Hljómalind – Laugavegur – Austurvöllur Götulíf framreiðir léttleika og ljúfa tóna með tónlistarhópnum Sveiflunni.

Kvosin (Lækjartorg – Lækjargata – Ingólfstorg) O.B. leikhópur sýnir verkið "Samúð: Hvar liggur þín samúð?" Hönnunarhópurinn Títa sýnir ólukkulega tísku á ólukkulegum degi. Ræbbblarnir verða með nýjustu hjólin til sýnis og dreifa fyrsta smáritinu sínu.

Skólavörðuholtið Rafhans 021 úðar rafrænni tónlist yfir Skólavörðustíg.

Á horni Skólavörðustígs og Laugavegs Formklukka verður með vídeóklefa til sýnis.