Sjaldgæfur Fisker Latigo CS V10 er byggður á BMW M6 en þónokkru öflugri eða 648 hestöfl. Bíllinn verður aðeins framleiddur í 150 eintökum og kostar þrisvar sinnum meira en BMW M6.
Sjaldgæfur Fisker Latigo CS V10 er byggður á BMW M6 en þónokkru öflugri eða 648 hestöfl. Bíllinn verður aðeins framleiddur í 150 eintökum og kostar þrisvar sinnum meira en BMW M6.
Henrik Fisker er hönnuður sem lætur drauma sína og annarra rætast og ber hann til dæmis ábyrgð á nokkrum best heppnuðu bílum síðustu ára, bílum eins og BMW Z8, Aston Martin DB9 og V8 Vantage.

Henrik Fisker er hönnuður sem lætur drauma sína og annarra rætast og ber hann til dæmis ábyrgð á nokkrum best heppnuðu bílum síðustu ára, bílum eins og BMW Z8, Aston Martin DB9 og V8 Vantage. Fisker og viðskipta félaga hans Bernard Koehler þótti hinsvegar ekki nóg að hanna fyrir aðra framleiðendur heldur fannst þeim tími til komin að koma sínu eigin vörumerki á markað og þannig koma draumum sínum fullkomlega til skila. Þannig hófst saga Fisker Coachbuilding í Kaliforníu fyrir 2 árum og nú hefur fyrsti Fisker-bíllinn verið framleiddur, seldur og afhentur.

Byggður á BMW M6

Fisker Latigo CS V10 er byggður á BMW M6-bílnum og hefur hann fengið nýja yfirbyggingu, hannaða af Fisker, ásamt nýrri innréttingu og ýmsum endurbótum á vélbúnaði og fjöðrun sem skilar sér í bíl sem er töluvert áhugaverðari og jafnframt miklu dýrari en BMW M6.

Bíllinn er útbúinn V10 verðlaunavélinni frá BMW en með nokkrum breytingum hefur tekist að auka aflið úr 507 hestöflum sem flestum þykir nú nokkuð ríflegt í hvorki meira né minna en 648 hestöfl.

Árangurinn er hröðun frá 0-100 km/klst á aðeins rétt rúmum 4 sekúndum og bíll sem er rúmlega þrisvar sinnum dýrari en BMW M6.

Útlit Fisker-bíla þykir geysilega vel heppnað sem fyrri hönnun Fisker og hafa bílarnir hvarvetna vakið athygli þar sem þeir hafa verið sýndir.

Aðeins verða framleidd 150 eintök af Fisker Latigo en eftir það mun taka við ný hönnun frá Fisker sem á að tryggja frískleika merkisins og gera það einstakt.

http://fiskercb.com/