Smart Sue Ellen og JR Ewing úr Dallas í sínu fínasta pússi.
Smart Sue Ellen og JR Ewing úr Dallas í sínu fínasta pússi.
ÉG VILD' ég væri Pamela í Dallas" var víða kyrjað á níunda áratugnum.

ÉG VILD' ég væri Pamela í Dallas" var víða kyrjað á níunda áratugnum.

Nýlega gátu lukkulegir Frakkar komist einu skrefi nær því að líkjast Pamelu og félögum hennar í Dallas með því að ganga í fötum sem leikarnir klæddust í sjónvarpsþáttunum goðsagnarkenndu.

Uppboð á búningum úr þáttunum fór fram í París á dögunum þar sem hvítur Stetson-hattur, auðkennismerki JR Ewing, sem leikinn var af Larry Hagman, seldist á rúmar hundrað þúsund krónur. Hagman mætti á uppboðið ásamt fyrrverandi meðleikurum sínum, þeim Lindu Gray, Patrick Duffy, Steve Kanaly og Charlene Tilton. Alls seldust búningar fyrir rúmar 10 milljónir íslenskra króna. Rúmlega 300 manns mættu á uppboðið og rennur ágóði af sölunni allur til franska barnaspítalans Sourire.