Málglaður Bíllin getur tjáð vélvirkja hvað virkar og hvað ekki.
Málglaður Bíllin getur tjáð vélvirkja hvað virkar og hvað ekki. — Morgunblaðið/Golli
VERKFRÆÐISTÚDENTAR í Cambridge í Englandi hafa smíðað bíl sem talar til eigandans, eða vélvirkjans, ef svo ber undir. Byggist hann á Fiat Stilo-bíl. Bíllinn getur tjáð vélvirkja hvað virkar og hvað ekki í gangverki og búnaði hans.

VERKFRÆÐISTÚDENTAR í Cambridge í Englandi hafa smíðað bíl sem talar til eigandans, eða vélvirkjans, ef svo ber undir. Byggist hann á Fiat Stilo-bíl.

Bíllinn getur tjáð vélvirkja hvað virkar og hvað ekki í gangverki og búnaði hans. Senda vélarhlutar frá sér tiltekna hljóðrunu sem segir til um ástand þeirra. Af þeim má og ráða hvort viðkomandi hlutur hafi verið þjónustaður eða ekki og eins hvort borgi sig að hirða hann eða ekki ef bíllinn er á leið til niðurrifs.

Verkfræðisveitin á að sögn tímaritsins Auto Express í samningum við "nokkur fyrirtæki" um að selja þeim þessa talandi tækni.