[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
S é uppi typpið á einhverjum þessa dagana fellur miðjumaðurinn brasilíski Diego hjá Werder Bremen kyrfilega undir þá skilgreiningu.

S é uppi typpið á einhverjum þessa dagana fellur miðjumaðurinn brasilíski Diego hjá Werder Bremen kyrfilega undir þá skilgreiningu. UEFA bað hann um að setja saman heimslið sitt fyrir vef sambandsins og einn af ellefu bestu leikmönnum heims á síðasta ári að mati Diego er... Diego hjá Werder Bremen. Knattspyrnumenn verða einfaldlega ekki flottari en þetta.

M ikil hátíðahöld fara nú fram hjá leikmönnum Havant og Waterlooville. Einstaklega þjált nafn liðsins mun hljóma oftar í eyrum knattspyrnumanna á Bretlandseyjum á næstunni enda dróst þetta lið, sem leikur í 6. riðli neðstu deildar, gegn Liverpool í næstu umferð bikarkeppninnar ensku.

Þ að er alltaf gott að eiga góða að, sérstaklega þegar þeir stjórna einu af stærstu félagsliðum heims. Filippo nokkur Mancini fékk nokkrar mínútur undir flóðljósunum í leik Inter og Reggina í vikunni en sá er sautján ára og er sonur Roberto Mancini , stjóra liðsins.

E mil okkar Hallfreðsson kom ekki við sögu hjá Reggina en leikjum hans hefur aðeins fækkað upp á síðkastið. Hefur hann leikið fimmtán leiki fyrir ítalska liðið sem situr í næstneðsta sæti.

L jóst er að þunglyndismeðferð Adriano hefur borið árangur. Að minnsta kosti ef miðað er við hans fyrsta leik með Sao Paulo í heimalandinu. Þangað fór hann til láns frá Inter og setti tvö mörk í sínum fyrsta leik.

S ven-Göran Eriksson líður svo vel í Manchester að hann hyggst framlengja samning sinn nú þegar enda gríðarleg ánægja með störf hans síðan hann tók við taumum í sumar. City er allt annað og betra félag en mörg undanfarin ár og allt í einu orðið meðal toppliða. Eigandi City, Thaksin Sinawatra, er svo himinlifandi að hann vill ráða Svíann fyrir lífstíð. Tilviljun ein ræður því að það er sami dómur og Sinawatra sjálfur gæti fengið verði hann sekur fundinn um gróf mannréttindabrot í Víetnam eins og hugsanlegt er.